Beint í efni
En

Kærkominn kostur þjóðarinnar í 50 ár

Óskajógúrt er sannkölluð þjóðargersemi Íslendinga enda hefur hún fylgt okkur um áratugaskeið. Jógúrtframleiðsla hefur lítið breyst síðan hún hófst fyrir 50 árum síðan og líkt og þá er eingöngu notuð hágæða íslenska mjólk í jógúrtina.

Í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að Óskajógúrt kom á markað var ákveðið að uppfæra umbúðirnar án þess þó að hverfa of langt frá upprunanum. „Það sem ein­kenn­ir nýj­ar umbúðir eru fallegir litir, stíl­hrein hönn­un og skýr skila­boð til neyt­enda. Við vilj­um halda tryggð við ein­kenn­isliti hverr­ar bragðteg­und­ar svo enginn týni sinni eftirlætis Óskajógúrt á sama tíma og við leyfum ferskum blæ að leika um dósirnar,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri ferskvara hjá MS.

Skoða Óskajógúrt nánar hér

Óskajógúrt