Beint í efni
En

Íslenska er okkar mál

Textasamkeppnin Fernuflug var endurvakin í haust og í upphafi árs munu mjólkurfernur MS hefja sig til flugs. Fernurnar færa landsmönnum framúrskarandi texta eftir grunnskólanema í 8.-10. bekk. Fernuflug er hugsað sem hvatning til þess að gefa orðunum byr undir báða vængi, enda viljum við halda áfram að vinna og leika okkur með íslenskuna svo tungumálið okkar hætti ekki að þróast og þroskast, heldur vaxi og dafni um ókomna tíð.

Það er óhætt að segja að Fernuflugið hafi ýtt undir sköpunargleði grunnskólanema og skapað lifandi umræðu um tungumálið sem er okkur öllum svo kært því yfir 1.200 textar bárust í keppnina frá nemendum í 8.-10. bekk um land allt. Eftir mikla vinnu dómnefndar voru að lokum þrír textar valdir og verðlaunaðir með veglegri peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. 1. sæti og 300.000 kr. hlýtur Hekla Dís O‘Shea í Árbæjarskóla. 2. sæti og 200.000 kr. hlýtur Torfhildur Elva Friðbjargar Tryggvadóttir í Glerárskóla og 3. sæti og 100.000 kr. hlýtur Rafn Ibsen Ríkharðsson í Heiðarskóla.

Hægt er að skoða verðlaunatextana hér

Í heild verða 48 textar birtir á mjólkurfernum okkar og munu fernurnar hefja sig til flugs um hátíðarnar auk þess sem allir textar verða aðgengilegir hér fyrir neðan.