Fyrirtækið

Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu um 600 kúabænda um land allt. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (80%) og Kaupfélags Skagfirðinga (20%).Auðhumla er samvinnufélag u.þ.b. 600 kúabænda og fjölskyldna þeirra víðs vegar um landið. 

Mjólkursamsalan í núverandi mynd varð til við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk. Sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar næsta áratuginn. Sem dæmi sameinaðist Mjólkursamsalan í Reykjavík, Mjólkurbúi Flóamanna árið 2005 undir nafninu MS eftir samstarf árin á undan. Mjólkursamlag Ísfirðinga var selt til MS árið 2006. Árið 2000 runnu Mjólkursamlög KEA og Húsavíkur saman við Grana, sem var einkahlutafélag í eigu bænda, undir nafni Norðurmjólkur. Þessar sameinuðu mjólkurvinnslur runnu síðar saman og mynduðu Mjólkursamsöluna ásamt Osta og smjörsölunni.

Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007. Elst fyrirtækið í þessu sameinaða félagi, MS, er Mjólkursamlag KEA, sem var stofnað á sérstökum fulltrúafundi Kaupfélagsins 4. Sep 1927, sem telst vera stofndagur MS.

Fyrirtækið er leiðandi fyrirtæki í matvælaiðnaði á Íslandi. Hlutverk hennar er að taka við mjólk frá eigendum sínum og umbreyta í hollar og góðar mjólkurafurðir í takt við þarfir íslenskra neytenda. Starfshættir Mjólkursamsölunnar einkennast af fagmennsku á öllum sviðum. Nýsköpun í vöruþróun, öflugt sölu- og markaðsstarf, metnaður og þekking þeirra sem koma að framleiðslunni hefur skilað neytendum eftirsóttum gæðavörum. Sérþekking á sviði lagerhalds og dreifingar tryggir landsmönnum reglulegan og öruggan aðgang að ferskum og fjölbreyttum mjólkurvörum hvar sem er á landinu.

Íslenskir neytendur hafa meira úrval hollra og góðra mjólkurvara en þekkist víða í löndunum í kringum okkur. Það grundvallast á því að um sex hundruð fjölskyldur um land allt reka kúabú í góðri sátt við náttúru og samfélag og vinna úrval afurða úr íslenskri hollustumjólk í fyrirtæki sem þær eiga og stjórna saman. Íslenskir bændur hafa alltaf borið gæfu til að standa sjálfir að mjólkurvöruvinnslu og sölu í gegnum samvinnufélög sín. Mjólkursamsalan er sprottin úr þeim jarðvegi. Hún býr að ómetanlegri áratugareynslu sem byggðist upp í mjólkurbúum um land allt og framleiðir yfir þrjú hundruð vörutegundir og pakkningar fyrir heimili, vinnustaði og veitingaþjónustu.

Það hefur jafnan verið styrkur Mjólkursamsölunnar að hún hefur verið í takt við tíðarandann og verið fljót að skynja þarfir markaðarins fyrir nýjungar. Þannig hafa Mjólkursamsalan ehf. og forverar hennar náð að skapa mjólkurvörum markaðsstöðu sem þekkist vart í öðrum löndum Evrópu.

Það er ekki tilviljun að meðalmjólkurvöruneysla á Íslandi er 60% meiri en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Það er árangur áratuga vöruþróunarstarfs sem haldist hefur í hendur við mikinn metnað í framleiðslu og öflugt sölu- og markaðsstarf. 

Höfuðstöðvar félagsins eru á Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Fyrirtækið rekur fimm framleiðslustöðvar; í Reykjavík, Búðardal, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Nánari upplýsingr um starfsstöðvar MS

Hlutverk Mjólkursamsölunnar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.

Hægt er að nálgast skipurit félagsins hér

Kennitala: 540405-0340
VSK númer: 92557

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?