Uppruninn

MS er er í eigu íslenskra kúabænda 

Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra og segja má að MS sé stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins. Eigendur okkar eru 600 kúabændur sem búsettir eru um allt land. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (90,1%) og Kaupfélags Skagfirðinga (9,9%).

Í stjórn MS eru eingöngu kúabændur og eru þeir kjörnir til starfa af eigendum fyrirtækisins. Áhersla er á að raddir sem flestra eigenda heyrist og eru árlega haldnir fundir með eigendum fyrirtækisins víðs vegar um landið.
 

Hlutverk Mjólkursamsölunnar er að taka við mjólk frá kúabændum og framleiða afurðir í takt við þarfir markaðarins. MS safnar mjólk frá öllum eigendum sínum víðs vegar um landið og flytur í mjólkurstöðvar á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum, Búðardal og Reykjavík. MS dreifir tilbúnum mjólkurvörum til ríflega 3000 viðskiptavina um allt land.