Beint í efni
En

Samfélagsleg ábyrgð

Mjólkursamsölunni er umhugað um samfélagið sitt og erum við sífellt að leita leiða til að gera meira og betur í þeim efnum, bæði innan fyrirtækisins sem utan. Mál sem standa okkur næst snúa m.a. að hollustu mjólkurvara, umhverfisvernd, lýðheilsu og málrækt.

Umhverfismál

Mjólkursamsalan einsetur sér að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Með stefnu sinni leitast fyrirtækið við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggja þar með ríka áherslu á bestu umgengni til verndar umhverfinu og náttúru landsins.

Íslenska er okkar mál

Frá árinu 1994 hefur Mjólkursamsalan beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins á grundvelli samstarfssamnings við Íslenska málnefnd. Það er ljóst að samstarf MS og Íslenskrar málnefndar um íslenska málrækt er verðmætt og mikilvægt verkefni, þar á MS að bakhjarli úrvalssveit fagmanna á þessu sviði.

Mjólkin gefur styrk

Mjólkursamsalan leggur mikið upp úr því að styðja við góðgerðarmál af ýmsu tagi allt árið um kring enda samfélagsleg ábyrgð stór þáttur í stefnu fyrirtækisins. Á hverju ári styður fyrirtækið við málefni tengd íþróttastarfi, heilbrigðismálum, mennta- og menningarmálum og öðrum góðgerðarmálum og er það okkar von að styrkirnir nýtist sem best í hverju tilfelli fyrir sig.