MS Búðardal og Egilsstöðum

MS Búðardal og Egilsstöðum
MS Búðardal tekur á móti mjólk frá bændum í Dalasýslu og á Vestfjörðum (Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslum). Árið 2013 tók MS Búðardal á móti 4,5 milljónum lítra frá 39 bændum. Árið 2008 var tækjabúnaður til desertosta- og mygluostagerðar hjá MS Búðardal endurhannaður og sérhæfður fyrir slíka framleiðslu með meiri afköstum. Þar eru nú allir mygluostar landsins framleiddir. Einnig sérostar, s.s. Cheddar, Havarti og Fetaostur. Þar fer einnig fram framleiðsla á LGG+ og Benecol.
MS Búðardal uppfyllir ýtrustu gæðakröfur í framleiðslu og er allur tækjabúnaður til fyrirmyndar. Þar er starfrækt rannsóknarstofa. Framleiðsluvörur stöðvarinnar hafa hlotið ótal viðurkenningar, innanlands og erlendis.
Hjá MS Búðardal starfa samtals 22 manns.
MS Egilsstöðum tekur á móti 7,2 milljónum ltr. af mjólk frá 36 bændum og sinnir dreifingu frá Vopnafirði að Jökulsárlóni auk þess að annast flutninga milli Egilsstaða og Akureyrar. Helstu framleiðsluvörur eru kryddsmjör og Mozzarella- og Ricotta-ostar.
Á MS Egilsstöðum starfa 12 manns.
MS Búðardal
Brekkuhvammi 15
370 Búðardal
Sími: 450 1100
MS Egilsstöðum
Hamragerði 1
700 Egilsstöðum
Sími: 450 1100
Mjólkurbússtjóri: Lúðvík Hermannsson, netfang: ludvikh@ms.is
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.