Mannauður

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og þar starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins 432, þ.e. í lok árs 2016. Starfsstöðvar fyrirtæksins eru á fimm stöðum á landinu: Reykjavík, Selfossi, Akureyri, Búðardal og Egilsstöðum. 

Meginmarkmið okkar er ánægt starfsfólk sem hefur skýra ábyrgð, góða sérþekkingu í mjólkuriðnaði og vinnur saman sem ein liðsheild að markmiðum félagsins.