Beint í efni
En

Ostakörfur frá MS - gómsætar gjafir fyrir starfsmenn, viðskiptavini og fjölskyldur

Ostakörfurnar frá MS eru sannkallaðar sælkeragjafir sem henta sérstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu eða vini. Ostakörfurnar okkar hafa lengi verið vinsælar í tækifæris- og jólagjafir enda er falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti einstaklega gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum . Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka. Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals-Tind, Goðdali, ásamt kjötmeti, sælgæti og ostaskurli og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum síðustu ár. Sú nýbreytni er í ár að MS hefur sérframleitt Súkkulaðigráðaost sem verður í boði í sumum stærðum ostakarfa MS í ár. Jafnframt eru nú allar öskjur og körfur úr pappa sem við hvetjum fólk að endurvinna að lokinni ostaveislu.

Skoðaðu úrvalið og pantaðu ostakörfur í netverslun .
Sölufulltrúar okkar svara einnig spurningum og fyrirspurnum í síma 450 1111 og netfanginu ostakorfur@ms.is