Beint í efni
En

KEA smáskyr í skvísum

Við fljúgum inn í nýtt ár með spennandi nýjung í KEA skyri en nú er hafin sala á KEA smáskyri í skvísum. Nýja smáskyrið fæst í þremur bragðtegundum: vanillu, jarðarberja og banana og hefur það fengið mikið lof hjá þeim sem hafa smakkað. Hvert smáskyr er 90 g og er því tilvalið nesti í skóla og vinnu og þá hentar það einstaklega vel fyrir fólk sem er að ferðast þar sem það má taka þetta magn með sér í flugvél. Nýja skyrið er líkt og aðrar KEA skyr bragðteg­und­ir prótein­ríkt, laktósalaust og ein­stak­lega bragðgott.

„Við erum virkilega ánægð með nýja KEA smáskyrið og höfum fengið afar jákvæð viðbrögð frá þeim sem hafa fengið að smakka þessa nýjung í vöruþróunarferlinu,“ segir Halldóra Arnardóttir markaðsstjóri ferskvara hjá Mjólkursamsölunni. Smáskyrið er í fallegum og handhægum umbúðum og er bæði ljúffengt og létt í maga. „Það er óhætt að segja að smáskyrið henti vel í flugið, jafnvel á næsta fund, það er tilvalið nesti í skólann og fullkomið eftir sund,“ segir Halldóra og hvetur fólk til að taka flugið með sætustu skyrskvísum landsins.