Beint í efni
En

Næring+ fæst nú með vanillubragði

Næring+ með vanillubragði er nýjasta viðbótin hjá MS en um er að ræða þriðju bragðtegundina af þessum orku- og próteinríka drykk sem hentar þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi.

Millimál í fernu

Næring+ er orku- og próteinríkur næringardrykkur sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi.

Næring+ getur meðal annars hentað eldra fólki, en með aldrinum minnkar oft matarlystin þó að þörf fyrir orku, prótein, vítamín og steinefni sé enn til staðar. Til að fyrirbyggja vöðvarýrnun og þyngdartap hjá eldra fólki er mikilvægt að það neyti orku og próteina í ríkum mæli. Næring+ er góður valkostur til að hjálpa við að tryggja næga orkuinntöku og uppfylla próteinþörf. Næring+ er einnig vítamínbættur og inniheldur m.a. kalk, D-vítamín og B12-vítamín. Best er að nota Næringu+ milli mála og gæta jafnframt að því að fá reglulegar máltíðir.

Næring+

Næring+ er einnig ágætur kostur fyrir alla sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál.

Næring+ fæst í 250 ml fernum með súkkulaðibragði og kaffi- og súkkulaðibragði. Þrátt fyrir að drykkurinn sé orkuríkur er gætt að því að stilla magni viðbætts sykurs í hóf og engin sætuefni eru í drykknum. Búið er að kljúfa allan mjólkursykur (laktósa) í Næringu+, þannig að drykkurinn á að henta öllum sem hafa laktósaóþol.

Ráðleggingar um mataræði eldra fólks

Í desember 2018 voru gefnar út ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk af Embætti landlæknis, ásamt Rannsóknastofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum. Þar kemur fram að til að uppfylla næringarþörf hjá hrumu eða veiku eldra fólki er mælt með orku- og próteinríku fæði. Einnig þarf inntaka vítamína og steinefna að vera næg og er sérstaklega bent á að huga að D-vítamíni, kalki, B12-vítamíni og járni. Mælt er með að þeir sem borða lítið taki fjölvítamín daglega.

Ráðleggingar fyrir eldra fólk við góða heilsu voru einnig gefnar út í desember 2018 af sömu aðilum. Þar kemur fram mikilvægi próteinríkrar fæðu til að hjálpa við að varðveita vöðvamassa og mælt er með mjólkurvörum sem góðum próteingjafa. Til að fyrirbyggja vöðvarýrnun og þyngdartap hjá eldra fólki er mikilvægt að neyta orku og próteina í ríkum mæli.

Næring+ er á lista hjá SÍ yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.

„Við þróun á Næringu+ var tekið mið af nýjum ráðleggingum um mataræði eldra fólks. Sérstök áhersla var lögð á að hafa drykkinn eins prótein- og orkuríkan og hægt var án þess að láta það bitna á bragðgæðum vörunnar.“
Dr. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS

Ítarefni:

Ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk. Útg.: Emb. landlæknis í samstarfi við Rannsóknastofu HÍ og Landspítala í öldrunarfr., des. 2018.

Ráðleggingar um mataræði fyrir eldra fólk sem er við góða heilsu. Útg.: Emb. landlæknis í samstarfi við Rannsóknastofu HÍ og Landspítala í öldrunarfr., des. 2018 (endurskoðun frá 1. útgáfu júlí 2017).

Volkert D, o.fl. ESPEN guideline on clinical nutrition and hydration in geriatrics. Clinical Nutrition 2018.

Tengdar vörur