Settu þig í hleðslu - með Hleðslu!
Hleðsla er íslenskur próteindrykkur sem inniheldur hágæða prótein úr íslenskri mjólk. Hleðsla hentar eftir hvers kyns hreyfingu, sem millimál í amstri dagsins og er góður kostur fyrir fólk sem vill auka próteininntöku sína með einföldum hætti. Hleðsla er fyrir okkur öll.

Hleðsla með jarðarberjum og vanillu
Hleðsla með jarðarberjum og vanillu er nýjasta viðbótin í Hleðslufjölskyldunni en gaman er að segja frá því að fylgjendur Hleðslu á samfélagsmiðlum tóku þátt í vali á nýju bragðtegundinni. Jarðarber og vanilla voru efst á óskalista þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun okkar á nýrri bragðtegund og verður því spennandi að fylgjast með viðtökunum. Til viðbótar höfum við nú í fyrsta sinn bætt trefjum við drykkinn enda er fólk sífellt að leita leiða til að bæta trefjum við mataræði sitt.

Hleðsla með karamellubragði
Hleðsla með karamellubragði kom á markað í ársbyrjun 2023 og er einstaklega gaman að segja frá því að íslenskt íþróttafólk tók þátt í valinu á nýju bragðtegundinni. Hleðslan er bragðgóð og rík af næringarefnum. Hún er jafnframt laktósalaus og inniheldur ein ferna 22 g af hágæða próteinum úr íslenskri mjólk.


Ísköld eða flóuð út í kaffi

Hleðsla í 1l fernu
Hleðsla í 1l fernu hentar sérstaklega vel heima við hvort sem þú kýst Hleðsluna eina sér, út í kaffi, boost og hafragraut, með uppáhalds morgunkorninu þínu eða hverju því sem fólki dettur í hug.
