Beint í efni
En

Nokkur orð um hollustu mjólkur

Mjólk er eitt næringarríkasta einstaka matvæli sem völ er á. Það er því ekki að undra að almennar ráðleggingar um mataræði hafi almennt mjólkurmat sem hluta af heilsusamlegu mataræði. Embætti landlæknis ráðleggur að neyta tveggja skammta af mjólk eða mjólkurmat á dag (1). Byggja þessar ráðleggingar á bestu fáanlegu vísindalegu þekkingu sem tiltæk er í dag. Þessar ráðleggingar hérlendis eru í samræmi við ráðleggingar á öðrum Norðurlöndum og Vesturlöndum almennt, sem ráðleggja neyslu 2-3 mjólkurskammta á dag. Í nýjum bandarískum ráðleggingum, Dietary Guidelines 2015-2020, er t.a.m. mælt með neyslu 3 skammta af mjólk og mjólkurvörum á dag (2).

Ljóst er að ef einhver minnsti vafi væri á hollustu mjólkur, hvað þá ef talið væri að hún gæti haft heilsuspillandi áhrif og væri jafnvel krabbameinsvaldandi, þá væru yfirvöld hérlendis og á Vesturlöndum almennt ekki að ráðleggja og mæla með neyslu hennar.

Af og til er hugmyndum varpað fram um að mjólk sé krabbameinsvaldandi. Ef rannsóknir á tengslum mjólkur við krabbamein eru skoðaðar þá benda þær flestar til þess að þau séu mjög veik ef nokkur og þá frekar í verndandi átt en hitt. Margar rannsóknir hafa til að mynda hrakið kenningar um tengsl mjólkur við brjóstakrabbamein. Í nýlegri skýrslu frá World Cancer Research Fund og American Institute for Cancer Research (3) kemur fram út frá því mikla magni rannsókna sem þar lágu til grundvallar að neysla mjólkurmatar hefði líklega verndandi á ristilkrabbamein og mögulega einnig verndandi áhrif á krabbamein í þvagblöðru. Á móti var kalkríkur matur talinn mögulega tengjast blöðruhálskirtilskrabbameini. Í nýrri samantekt frá World Cancer Research Fund sem þeir kalla CUP eða Continuous Update Project, eru eingöngu hin verndandi áhrif kalkríks matar á ristilkrabbamein listuð upp, en ekki lengur hin mögulegu áhrif á blöðruhálskirtilskrabbamein sem gæti bent til að skv. nýjustu rannsóknum séu þau tengsl veikari en áður var talið (4).

Um jákvæð áhrif kalks og mjólkur á beinþéttni þarf enginn að efast. Fjölmargar rannsóknir staðfesta það, ekki síst ef D-vítamíns er einnig neytt (5,6,7). Ástæða þess að beinþynning er algengari á norðurhjara þar sem mjólkurneysla er venjulega hærri en annars staðar, liggur í þáttum sem ekki er hægt að breyta, þ.e. í genunum. Erfðir hafa mikið að segja í þróun beinþynningar, en það er hægt að hafa áhrif á þessa þróun með neyslu kalkríks og D-vítamínríks matar og með því að forðast reykingar og neyslu áfengis.

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og ná daglegum áskorunum þínum - allt þitt líf.

Mjólk inniheldur mörg næringarefni sem eru nauðsynleg líkamanum svo hann virki eðlilega og geti byggt nýjar frumur. Hugsaðu um þetta eins og milljón af pínulitlum byggingarkubbum. Sumir kubbarnir skemmast og verða úr sér gengnir með tímanum og því þarf stöðugt að endurnýja þá til að þér líði vel og þú fáir sem mest út úr lífinu. Uppbygging frumna á sér stað á hverjum degi - allan daginn og allan ársins hring, og þörfin á réttri næringu er nánast sú sama allt lífið.

Næringarefni mjólkur má finna í mörgum mjólkurafurðum. Hefðbundin bragðbætt jógúrt inniheldur t.d. 85-90% mjólk og er því öflugur vítamín- og steinefnagjafi. Ostur inniheldur mikið af próteinum, kalsíum og B12 vítamíni og þá má jafnframt finna laktósafríar vörur sem henta þeim vel sem glíma við mjólkuróþol.

Sum vítamínanna og steinefnanna sem finna má í mjólkurvörum er erfitt að fá úr öðrum matvælum. Svo hvernig væri að fá sér eitt mjólkurglas eða borða eina ostsneið?

Mundu að góð heilsa er samblanda af hollri næringu og reglulegri hreyfingu.

Heimildir: