Beint í efni
En

Af hverju er skyr svona hollt?

Skyr fyrir hraustan líkama
Skyr er framleitt úr undanrennu og það er ein próteinríkasta fæða sem völ er á. Í hefðbundnu Ísey skyri er engin fita, mikið prótein og hóflegur sykur (kolvetni), gerir það að heppilegri fæðu fyrir þá sem vilja byggja upp hraustan líkama. Ísey skyr fæst líka með 2% fitu og er það enn mýkra en hið hefðbunda.

Skyr er gott fyrir vöðvauppbyggingu
Það er þrennt sem skiptir mestu máli þegar kemur að vaxtarrækt: Þjálfun, líkams- og vöðvabygging sem fólk hefur frá náttúrunnar hendi og næring. Skyr inniheldur mikð magn próteins og enga fitu.
Um fjórðungur próteina í Ísey skyri er mysuprótein sem gerir það að einni helstu uppsprettu mysupróteina í náttúrulegu formi. Mysupróteinin, sannkölluð leynivopn meðal vaxtarræktarfólks, eru einna vinsælustu próteinin til vöðvauppbyggingar einkum að morgni dags og eftir æfingar.

Skyr er kalkríkt og því gott fyrir tennur og bein
Allt að 80% af því kalki sem við fáum úr fæðunni kemur úr mjólkurmat.
Beinin eru lifandi vefur sem er í stöðugri þróun alla ævi og hafa margþætt hlutverk í líkamanum. Eins og flestir vita halda þau líkamanum uppi og gera okkur kleift að hreyfa okkur. En beinin vernda einnig viðkvæmustu líffæri okkar, geyma kalk- og fosfórforða líkamans og framleiða mikilvægar blóðfrumur.
Rannsóknir sýna að líkaminn nýtir það kalk sem hann fær úr skyri og öðrum mjólkurmat mun betur en kalk úr annari fæðu eða það sem tekið er inn í töfluformi.
Við fæðingu eru beinin mjúk og innihalda aðeins 25 g af kalki. Með tímanum safnast kalk og önnur steinefni fyrir í þeim og þau harðna. Um eins árs aldur er meginuppistaða beinanna kalk; þau eru orðin nægilega sterk til að bera uppi líkamann án þess að bogna og bein höfuðkúpunnar hafa vaxið nægilega saman til að vernda heilann.
Langt fram á þrítugsaldurinn heldur kalkið áfram að safnast fyrir í beinunum og mynda forða til efri áranna. Um 25 ára aldur ættu að vera um 1200 g af kalki í beinum karla en um 900 g í beinum kvenna. Það er gífurlega mikilvægt að neyta nógu kalkríkrar fæðu (dagskammtur er 800-1200 mg) til að ná hámarksbeinþéttni áður en þessi forðasöfnun hættir því kalkupptakan verður mun hægari eftir það og beinþéttnin fer strax að minnka upp úr 35 ára aldri.