Dagur íslenskrar tungu - Viltu tala íslensku við mig?
Á degi íslenskrar tungu er gaman að segja frá því að Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili átaksins Viltu tala íslensku við mig? sem stendur yfir í nokkrum grunnskólum landsins um þessar mundir. Átakinu er ætlað að hvetja til samskipta á íslensku, ekki síst við þau sem eru að læra málið og vilja æfa sig. Það er Íslenskuþorpið, kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, sem leiðir átakið og býður það upp á tækifæri til umræðu um íslenskuna og undirstrikar mikilvægi tungumálsins fyrir okkur öll í samfélaginu.
Til hamingju með dag íslenskrar tungu.
Nánari upplýsingar og skemmtileg myndbönd má finna á vefsíðu átaksins islenskuthorpid.is
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.