Beint í efni
En

Víkingur Mjólkurbikarmeistari karla 2023

Víkingur er Mjólkurbikarmeistari karla 2023 eftir 3-1 sigur gegn KA.

Víkingur náði forystu á 38. mínútu með marki frá Matthíasi Vilhjálmssyni. Aron Elís Þrándarson kom Víkingum í 2-0 með marki á 72. mínútu. Á 82. mínútu minnkaði Ívar Örn Árnason muninn fyrir KA menn en Ari Sigurpálsson innsiglaði sigur Víkinga á 84. mínútu.

Er þetta í fjórða skiptið í röð sem Víkingur hampar titlinum og hafa þeir verið handhafar titilsins síðan 14. september 2019. Enginn meistari var krýndur árið 2020.

Á sama tíma og við óskum Víkingi til hamingju með sigur viljum við þakka öllum liðunum sem tóku þátt í Mjólkurbikar karla fyrir frábæra fótboltaveislu í allt sumar. Mjólkurbikarinn er stærsta einstaka samfélagsverkefni Mjólkursamsölunnar og við gætum ekki verið stoltari af öllum þeim stóra hópi fólks sem kemur að verkefninu um allt land með einum eða öðrum hætti.

Mjólkin gefur styrk.