Beint í efni
En
Við minnkum plastið - skref fyrir skref

Við minnkum plastið - skref fyrir skref

Fyrst komu pappaskeiðar og nú fá plastlokin að fjúka, skref fyrir skref - af einni dós í einu. Við byrjum á Ísey skyri með jarðarberjum og fljótlega mun Ísey skyr með bláberjum fylgja. Sömu sögu er að segja af tveggja laga KEA skyri með ávöxtum í botni en á næstu dögum munu þessar vörur koma í verslanir án plastloka og skeiða og hvetjum við skyrunnendur til að nota teskeiðar eða aðrar fjö

lnota skeiðar. Við vitum að hér er um að ræða lítið skref í átt að umhverfisvænni umbúðum en hvert skref í rétta átt skiptir máli og vonum við að neytendur taki þátt í ferðalaginu með okkur.