Beint í efni
En

Veldu ostakörfu þegar þú vilt gefa gómsæta jólagjöf

Ostakörfurnar frá MS eru sannkallaðar sælkeragjafir sem henta sérstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu eða vini. Ostakörfurnar okkar hafa lengi verið vinsælar í tækifæris- og jólagjafir enda er falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti einstaklega gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. Líkt og undanfarin ár bjóðum við upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar eru átta talsins og koma í ýmsum stærðum. Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka. Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost, Óðals Tind og Goðdali, ásamt kjötmeti og sælgæti og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum síðustu ár.

Sú nýbreytni er í ár að MS hefur sérframleitt Dala Portvín Gráðaost sem verður í boði í sumum stærðum ostakarfa MS í ár. Jafnframt mun gjafabréf fyrir tvo í Skyrland fylgja með völdum ostakörfum af stærri gerðinni.

Skoða jólakörfubæklinginn 2023

Sérstök vefverslun fyrir ostakörfurnar hefur opnað þar sem hægt er að panta körfur af öllum stærðum og gerðum og þá eru sölufulltrúar okkar tilbúnir að svara öllum fyrirspurnum í síma 450-1111 eða á netfanginu ostakorfur@ms.is

Til gamans má geta að allar gjafakörfur og -öskjur MS eru sérhannaðar úr pappa og myndskreyttar íslenskum jurtum. Við hvetjum fólk eindregið til að endurvinna þær að ostaveislunni lokinni.