Beint í efni
En

Vanillublanda fæst nú í minni fernu

Hafin er sala á Vanillublöndu í 250 ml umbúðum en vinsældir Vanillublöndu hafa verið gríðarlega miklar frá því hún kom á markað. Mikil eftirspurn hefur verið frá neytendum um að fá Vanillublöndu í minni pakkningu fyrir heimilið til að sporna við matarsóun þar sem ekki tekst alltaf að klára úr 1 l fernu innan nokkurra daga. Vanillublandan er bragðbætt nýmjólk með sætum vanillukeim sem er hægt að nota á ýmsan máta og mun litla fernan án efa hitta í mark á mörgum heimilum.

Skoða uppskriftir með Vanillublöndu.