Beint í efni
En
Útlitsgallar á mygluostum skaðlausir neytendum

Útlitsgallar á mygluostum skaðlausir neytendum

Eins og einhverjir viðskiptavinir hafa tekið eftir þá hefur örlítið borið á því að blá mygla hafi vaxið fram á hvítmygluostum frá MS, en þetta á t.d. við um osta á borð við Dala Camenbert, Dala Brie, Auði og Dala hring. Búið er koma í veg fyrir vandamálið en ennþá gætu einhverjir ostar verið í verslunum sem fá á sig bláa bletti þegar líður á stimpilinn.

Um er að ræða samskonar blámyglu og er í ostunum Ljót, Bláum Kastala og öðrum blámygluostum en því miður varð smit frá þeim yfir í hina. Gallinn er með öllu hættulaus og fyrst og fremst sjónrænn. Mjólkursamsalan biður neytendur innlega velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.