Beint í efni
En

Umhverfisskýrsla MS

Komin er út fjórða umhverfisuppgjör Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir áframhaldandi minnkun milli ára á CO2 losun fyrirtækisins.

Helstu atriði sem fram koma í nýrri skýrslu eru eftirfarandi.

  • Mæld kolefnislosun Mjólkursamsölunnar á árinu 2022 var 5.304,7 tonn CO2 ígildi og dróst saman um 7,1% milli ára.
  • Af heildar orkunotkun kom 80,7% frá endurnýjanlegum orkugjöfum og 19,3% frá jarðefnaeldsneyti.
  • Hlutfall flokkaðs úrgangs var 54,5% samanborið við 55,1% í fyrra en hlutfall endurunnins úrgangs fer í 68,9% samanborið við 67,2% árið áður.
  • Eldsneytisnotkun var í lítrum samtals 1.237.677 og dregst saman um 4% milli ára og tæp 15,5% frá árinu 2019.

Við fögnum öllum skrefum í rétta átt og höldum áfram markvissri vinnu við að draga úr kolefnislosun í framleiðslu fyrirtækisins, betri nýtingu hráefnis og endurvinnslu í allri virðiskeðjunni.

Skoða skýrsluna í heild.