Beint í efni
En

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2021

Komin er út þriðja umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir 8,2% samdrátt á CO2 losun áður mældra losunarþátta fráfyrra ári. Má rekja þann árangur til áherslna fyrirtækisins á að nýta innlenda endurnýjanlega orkugjafa og að huga að hringrásarhagkerfinu í sinni starfsemi.

Helstu atriði:

  • Mæld kolefnislosun MS var 5.795,4 tonn CO2 ígildi á árinu 2021. Sé litið til þeirra losunarþátta sem mældir hafa verið frá upphafi hefur losun Mjólkursamsölunnar lækkað um 8,2% milli ára og tæp
  • 12% frá 2019.
  • Af heildar orkunotkun kom 80,4% orkunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum og 19,6% frá jarðefnaeldsneyti.
  • Hlutfall flokkaðs úrgangs var 55,1% samanborið við 50% árið áður og hlutfall endurunnins úrgangs var 47,1% samanborið við 39,9% árið áður.
  • Eldsneytisnotkun var í lítrum samtals 1.289.243 og dregst saman um 9,6% milli ára.
  • Losun vegna viðskiptaferða í flugi var 5,9 tCO2í og lækkaði um 44% milli ára vegna heimsfaraldurs.

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2021