Beint í efni
En
Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2020

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2020

Komin er út önnur umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir áherslur fyrirtækisins á að nýta innlenda endurnýjanlega orkugjafa og að huga að hringrásarhagkerfinu í sinni starfsemi.

  • Mæld kolefnislosun MS var 5191,8 tonn CO ígildi á árinu 2020 sem er 4% minna en árið 2019.
  • Af heildar orkunotkun kom 77,7% orkunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum og 22,3% frá jarðefnaeldsneyti. Orkunotkun var minni 2020 en árið 2019 og það er lítileg hækkun í hlutfalli á notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum frá fyrra ári. Fyrirséð er að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa muni hækka á næstu árum.
  • Á árinu 2020 var tekið lokaskref í að öll gufa, sem er nauðsynleg í mjólkurvöruframleiðslu, er framleidd með endurnýjanlegri orku. Er Mjólkursamsalan þar með eina fyrirtækið í mjólkurframleiðslu í heiminum svo vitað sé sem nýtir alfarið umhverfisvæna orku í vinnslu á mjólkurafurðum.
  • Hlutfall flokkaðs úrgangs 50,0% og hækkar 5% milli ára en hlutfall endurunnins rusl var lægra m.a vegna framkvæmda. Stefnt er að því að bæta þetta hlutfall.
  • Losun vegna viðskiptaferða í flugi var 10,6 tCO í og lækkaði um 73% milli ára vegna heimsfaraldursins.
  • Kolefnisgjald sem MS greiddi árið 2020 var samtals 19.204.687 ISK

Umhverfisskýrsla