Beint í efni
En
Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar

Komin er út fyrsta umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir að þegar hugað er að umhverfismálum getur það leitt til þess að hlutirnir eru hugsaðir upp á nýtt. Nýjar leiðir finnast þá oft til verðmætasköpunar og til þess að nýta hráefni/aðföng til fulls eða skapa hringrás.

Helstu atriði skýrslunnar:

  • Mæld kolefnislosun MS var 5.346,4 tonn CO2 ígildi á árinu 2019
  • Af heildar orkunotkun kom 77,1% orkunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum og 22,9% frá jarðefnaeldsneyti. Fyrirséð er að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa muni hækka.
  • Kolefnisgjald sem MS greiddi árið 2019 var samtals 17.915.214,2 ISK.
  • Orkuskipti í mjólkurduftframleiðslu minnkaði kolefnislosun í vinnslunni um 95% og á árunum 2014-2019 og dregið hefur úr kolefnislosun sem nemur 4.050 tonn CO2-ígildi á sama tímabili.
  • Hlutfall flokkaðs úrgangs 45,5% en stefnt er að því að bæta þetta hlutfall.
  • Aldrei í sögu landsins hefur verið framleidd jafn mikil mjólk og mikil áhersla hefur verið lögð á að einfalda söfnun og samnýta betur ferðir

Umhverfisskýrsla