Tímabundin vöntun á mygluostum
Vegna galla í nýjum framleiðslubúnaði, sem kom í ljós eftir uppsetningu í starfsstöð Mjólkursamsölunnar í Búðardal, hefur verið ákveðið að stöðva sölu á þeim mygluostum (utan gráðaosts) sem þar voru framleiddir í september og hefðu átt að fara út á markaðinn í október. Okkur hjá MS þykir þetta miður en þetta leiðir til tímabundinnar vöntunar á mygluostum frá fyrirtækinu. Framleiðsla á mygluostum er hafin á ný eftir viðgerð á framleiðslutækjunum en ostagerð er langtímaferli og þurfa ostarnir tíma til að þroskast áður en þeir verða söluhæfir. Neytendur mega því eiga von á mygluostunum í verslanir á næstu vikum.
Ítrekað skal að þetta hefur ekki áhrif á gráðaostinn, nóg er til af honum.
Vörunúmer |
Tegund |
Í sölu |
4120 |
Bóndabrie |
19.okt |
4145 |
Dala Auður |
19.okt |
4350 |
Kastali Hvítur |
19.okt |
4355 |
Gullostur |
19.okt |
4160 |
Höfðingi |
19.okt |
4045 |
Camembert |
20.okt |
4150 |
Dala Brie |
20.okt |
4130 |
Dalahringur |
27.okt |
4340 |
Kastali Blár |
26.okt |
4400 |
Stóri-Dímon |
26.okt |
4185 |
Ljótur |
27.okt |
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.