Beint í efni
En

Takk fyrir frábærar viðtökur á nýja Engjaþykkninu

Í byrjun september kynntum við til leiks spennandi vörunýjung sem unnin var í samstarfi við Nóa Síríus en um var að ræða ómótstæðilega Engjaþykkni með Nóa smá kroppi. Viðtökurnar voru í einu orði sagt stórkostlegar og nú er svo komið að varan er uppseld hjá okkur – í bili. Við getum nefnilega strax glatt gallharða aðdáendur og þau sem eiga eftir að smakka með þeim gleðifréttum að varan er væntanleg aftur í verslanir um næstu mánaðarmót.

Þangað til viljum við þakka aftur fyrir frábærar viðtökur og vinum okkar hjá Nóa fyrir skemmtilegt samstarf.