Beint í efni
En

Sumarið kemur með Sumarostakökunni

Sumarið kemur með Sumarostakökunni góðu en þessi ferska og bragðgóða ostakaka með ómótstæðilegri sítrónuþekju er á leið í verslanir.

Ostakökurnar frá MS hafa til margra ára verið vinsæll eftirréttur enda bæði bragðgóðar og einstaklega handhægar. Kökurnar smellpassa við hvaða tilefni sem er og til hátíðarbrigða er gaman að skreyta þær með ávöxtum, blómum eða hverju því sem fólki dettur í hug. Þeyttur rjómi setur svo punktinn yfir i-ið en þær eru ekkert síðri einar sér með ilmandi kaffibolla, kakói eða ískaldri mjólk.

Álformið má auðveldlega fjarlægja utan af kökunni með því að klippa lóðrétt frá toppi og niður að botni, rífa brúnina af og færa síðan yfir á fallegan kökudisk. Svo nú er ekkert eftir nema að bjóða fjölskyldu eða vinum í sumarkaffi og gæða sér á ljúffengri sumarostaköku.