Beint í efni
En
Starfsfólk MS lætur gott af sér leiða

Starfsfólk MS lætur gott af sér leiða

Undanfarnar vikur hafa verið krefjandi og einkennst af fjölmörgum áskorunum bæði hér á landi og erlendis. Til að létta aðeins undir hafa starfsmenn Mjólkursamsölunnar dreift vörum frá fyrirtækinu til fjölda fólks, bæði þeirra sem starfa í framlínustörfum en einnig til eldri borgara sem hætt er við að fái ekki viðeigandi næringu þegar samfélagið lamast og samskipti minnka. Við erum þakklát þeim fjölmörgu sem hafa lagt líf og sál í verkefni síðustu vikna og erum um viss um að þegar upp er staðið verðum við sterkari – saman.