Beint í efni
En

Starfsfólk Mjólkursamsölunnar hleypur til góðs

Mjólkursamsalan hefur til margra ára lagt sitt af mörkum í áheitasöfnuninni fyrir Reykjavíkurmaraþonið með því að heita á starfsfólk fyrirtækisins sem tekur þátt í hlaupinu. Hver starfsmaður sem hleypur fær 22.000 kr. áheit til handa góðgerðarfélagi að eigin vali, óháð vegalengd.

Að þessu sinni eru 14 starfsmenn skráðir til leiks og hefur Mjólkursamsalan styrkt hin ýmsu góðgerðarfélög um 308.000 kr. Félögin sem starfsmenn okkar hlaupa fyrir í ár eru: Göngum saman, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, Ljósið, endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda, ME samtökin, Minningarsjóður Egils Hrafns, Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Unicef á Íslandi.

MS sendir starfsmönnum sínum, sem og öllum hlaupurum, hvatningarkveðjur.