Beint í efni
En
Skyr og fleiri vörur fá pappaskeiðar

Skyr og fleiri vörur fá pappaskeiðar

Nú í byrjun júlí tekur í gildi hér á landi tilskipun frá Evrópusambandinu sem miðar að því að minnka plast í sjónum í Evrópu. Í ljós hefur komið að veiðarfæri og ýmiss konar einnota plast er 70% af plasti á ströndum í álfunni og hefur því verið ákveðið að banna hluti á borð við einnota plastskeiðar, plaströr, eyrnapinna, plastpoka, plastbolla og fleira. Markmiðið er því að draga úr plastmengun í sjónum.

MS hefur unnið hörðum höndum að því í samstarfi við birgja sína að tryggja ný papparör og pappaskeiðar (og í sumum tilvikum tréskeiðar) á vörur fyrirtækisins. Nú fá Ísey skyr og fleiri vörur frá MS pappaskeiðar í stað plastskeiða.