Beint í efni
En

Samstarfsverkefni Mjólkursamsölunar og Herdísar Storgaard

Mjólkursamsalan og Herdís Storgaard, forstöðukona hjá Miðstöð slysavarna barna, hafa tekið höndum saman og útbúið stutt og skýrt forvarnarmyndband um papparör. Tilgangur þessa verkefnis er að vekja athygli fólks á þeirri hættu sem getur skapast þegar ung börn nota papparör og -skeiðar án eftirlits, en pappinn blotnar við notkun og getur orðið það mjúkur að hann rifni í sundur og hrökkvi ofan í barnið. Til allar hamingju hafa ekki orðið alvarleg slys hér á landi en með þessum myndböndum vill MS sýna ábyrgð í verki og vekja athygli á mögulegri hættu en papparör og -skeiðar eru vissulega á mörgum öðrum vörum en okkar. Umbúðir utan um papparör frá MS hafa jafnframt verið merktar með skilaboðunum: Ath. Ung börn geta nagað papparör í sundur. Herdís tekur jafnframt fram að papparör og -skeiðar séu mun umhverfisvænni en plastið og því er til mikils að vinna þó fara beri að öllu með gát.