Beint í efni
En
Rjómaostur til matargerðar mýkri en áður

Rjómaostur til matargerðar mýkri en áður

Rjómaostur til matargerðar í 400 g pakkningum hefur nú verið endurbættur og er talsvert mýkri en áður.

Rjómaostur til matargerðar er bragðmildur og ljúfur, bráðnar sérlega vel og hentar í margs konar rétti, til dæmsi lasagna, pastarétti, bökur, pizzur, pottrétti og margt fleira. Oft þarf ekki nema lítinn bita af rjómaosti til að gera sósuna eða súpuna einstaklega bragðgóða. Svo er hann auðvitað frábær í ostakökur, kökukrem og ýmsa eftirrétti.