Beint í efni
En

Ostóber – tími til að njóta osta

Þá er hann loksins mættur, uppáhalds mánuður íslenskra ostaunnenda – Ostóber. Mjólkursamsalan hleypti verkefninu af stað fyrir fimm árum síðan og sífellt fjölgar fyrirtækjum og veitingahúsum sem taka þátt í Ostóber hátíðarhöldum þar sem ostum er veitt sérstök athygli og óhætt að segja að ostamánuðurinn mikli hafi fest sig rækilega í sessi.

Ostóber er góður tími til að fagna fjölbreytileika og gæðum íslenskrar ostagerðar. Mjólkursamsalan hvetur alla landsmenn og sérstaklega ostaunnendur til að borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með notkun þeirra á fjölbreyttan hátt.

Eitt það skemmtilega við Ostóber er að þá eru kynntir nýir ostar sem oft hafa verið mánuði og ár í vöruþróun. Þannig eru væntanlegir nokkrir nýir ostar á markað í október eins og ítalskur smurostur, Dala Auður með chili, rifin 4-osta blanda og Kjartan með kúmeni og fleiri spennandi ostar úr Ostakjallaranum. Ostakjallarinn er einmitt nýjasta vörumerki MS í ostum en þar á sér stað spennandi vöruþróun með bragðbættir ostum og fjölbreyttum kryddum sem framleiddir eru í takmörkuðu magni.

Við hlökkum til að færa ykkur fréttir af spennandi vörunýjungum og glænýjum uppskriftum og hvetjum ykkur til að fylgjast vel með hér á ms.is og gottimatinn.is þar sem finna má stórt og mikið uppskriftasafn með íslenskum ostum.