Beint í efni
En
Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

Ostakjallarinn er ný vörulína þar sem áhersla er lögð á að kynna nýja og spennandi osta sem framleiddir eru í takmörkuðu upplagi og fást því í skamman tíma í senn. Þorri og Heiðar eru fyrstu ostarnir sem við kynnum til leiks en Þorri er með mildu reykbragði og vekur þannig forvitni bragðlaukanna á meðan Heiðar færir manni íslensku sveitina í hverjum bita með fjölbreyttum kryddjurtum. 

Ostarnir verða til sölu í Sælkerabúðinni, Fjarðarkaup og Hagkaup á meðan birgðir endast - smakkaðu áður en það verður of seint.