
Öskudagur í Mjólkursamsölunni
Eftir tveggja ára bið getum við loksins tekið á móti hressum krökkum á öskudaginn 2. mars og óhætt að segja að við hlökkum mikið til! Starfsfólk Mjólkursamsölunnar hlakkar mikið til að hitta syngjandi káta krakka og eru börnin boðin velkomin frá kl. 8 til 16 á starfsstöðvum fyrirtæksins í Reykjavík og Akureyri. Sjáumst á öskudaginn, krakkar!