Beint í efni
En
Orri og Kría poppa upp matargerðina

Orri og Kría poppa upp matargerðina

Mjólkursamsalan kynnir spennandi nýjungar í samstarfi við Næra-snakk en um er að ræða poppað ostakurl sem kitlar bragðlaukana. Orri er poppað ostakurl úr Óðalsosti með hvítlauk og kryddjurtum og Kría poppað ostakurl úr Óðals Cheddar osti. Báðar tegundir eru stökkar, próteinríkar og nærandi og krydda og hressa upp á salöt, pasta, tacos, súpur, kjöt, fisk og grænmetisrétti. Kurlið er einskonar „topping“ með mat og má líka mylja meira í höndum eða matvinnsluvél og nota líkt og brauðrasp á kjúklingabita, fisk o.fl. Þó um sé að ræða ost er varan ekki kælivara og hefur tveggja ára geymsluþol en ef það hentar betur má vel geyma hana í kæli.

Kíkið í heimsókn á og skoðið nýjar og spennandi uppskriftir sem innihalda bragðgott ostakurl, rjómaostarúllu með Orra ostakurli.