Beint í efni
En
Nýtt eldfjallaskyr frá Ísey!

Nýtt eldfjallaskyr frá Ísey!

Ísey skyr kynnir nú sérstaka eldgosaútgáfu! Um er að ræða nýja sérútgáfu sem einungis verður á markaði í takmarkaðan tíma. Nýja bragðtegundin er karamellupopp og þykir hún einstaklega bragðgóð. Hönnun á dósunum er í höndum auglýsingastofunnar Hvíta hússins og er það mynd frá gosinu í Geldingadölum sem prýðir dósina!

Ísey skyr með karamellupoppi er einnig komið á markað í Finnlandi og eru fyrstu viðbrögð neytenda þar mjög jákvæð. Það er síðan væntanlegt í Sviss og fleiri löndum á næstunni. Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum íslenskra neytenda en fyrsta sérútgáfan af Ísey skyri sem kom út í byrjun ársins sló algjörlega í gegn!