Beint í efni
En
Nýr Grillostur í anda Halloumi

Nýr Grillostur í anda Halloumi

Grillostur frá Gott í matinn er nýr ostur í anda Halloumi osts. Grillosturinn er frekar harður í sér og hentar einstaklega vel í matargerð. Hægt er að grilla hann og steikja en hann bráðnar ekki heldur mýkist við hitun. Grillosturinn er frábær í alls kyns salöt auk þess sem hægt að er búa til hamborgara með Grillosti, franskar kartöflur og margt fleira. Hann passar einstaklega vel með bæði fersku og grilluðu grænmeti. Spennandi uppskriftir með Grillosti er að finna á uppskriftasíðu Gott í matinn