Beint í efni
En

Ný heimasíða Mjólkursamsölunnar

Velkomin á nýja heimasíðu Mjólkursamsölunnar - ms.is

Ný heimasíða MS hefur litið dagsins ljós og er hér um að ræða fyrstu útgáfuna af nýjum vef sem svo heldur áfram að þróast og dafna, enda um að ræða verkefni sem er og verður í stöðugri þróun. Núverandi MS vefur er kominn til ára sinna en nýjum vef fylgir ný og fersk ásýnd sem mun gera vörunum okkar, starfsfólki, eigendum og sögu hærra undir höfði en áður. Fyrirtækið Hugsmiðjan sá um hönnun á vefnum í samvinnu við markaðsdeild MS en Hugsmiðjan hefur unnið með fjölda íslenskra fyrirtækja síðustu ár og hlotið tugi tilnefninga til Íslensku vefverðlaunanna.

Þar sem um er að ræða fyrstu útgáfu af nýjum vef er viðbúið að notendur síðunnar og viðskiptavinir okkar rekist á eitthvað sem betur má fara. Við fögnum öllum ábendingum og athugasemdum og hvetjum ykkur til að hafa samband ef þið viljið koma einhverju slíku á framfæri.

Slóðin á gamla vefinn verður old.ms.is og verður hún aðgengileg í um tvo mánuði.