Beint í efni
En

MS og Janus heilsuefling

MS og Janus heilsuefling undirrituðu á dögunum sérstakan samstarfssamning með það að markmiði að efla heilsu 60 ára og eldri en við höfum um nokkurra ára skeið stutt við verkefnið með vörustyrkjum. Janus heilsuefling er ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sérsniðinni heilsueflingu fyrir 60 ára með það að markmiði að auka vöðvastyrk, bæta úthald, lífsgæði og heilsu með hækkandi aldri. Starfsfólk Janusar veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf víðsegar um landið og leggur mikla áherslu á holla og góða næringu skjólstæðinga sinna. Hleðsla og Næring+ eru meðal þeirra vara sem mælt er sérstaklega með fyrir þennan hóp, enda um prótein- og næringarríkar vörur að ræða sem henta hópnum vel. Það var glatt á hjalla þegar Janus Guðlaugsson og Björn S. Gunnarsson hittust á dögunum til að undirrita samninginn og er gaman að segja frá því að stuðningur MS hefur átt sinn þátt í að efla heilsu og auka lífsgæði hjá stórum hópi fólks en á hverju ári nýta að meðaltali 700 skjólstæðingar sér þjónustu þeirra og fer sá hópur ört vaxandi.