Beint í efni
En

MS og HSÍ framlengja samstarfið

Mjólkursamsalan og Handknattleikssamband Íslands hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að MS verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ til næstu tveggja ára. Landsliðsfólkið okkar veit að góð næring skiptir miklu máli og því einkar ánægjulegt að vörumerki Ísey skyrs prýði áfram landsliðstreyjur karla og kvenna en Ísey skyr hefur verið stoltur stuðningsaðili landsliðanna frá því að strákarnir okkar tóku þátt á HM í Egyptalandi 2021.

Við sendum handknattleiksfólkinu okkar bestu kveðjur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.