Beint í efni
En

MS styrkir Krabbameinsfélagið

Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum og er októbermánuður, bleiki mánuðurinn, tileinkaður vitundarvakningu á þessu málefni. Frá árinu 2007 hafa sérhannaðar slaufur verið seldar til styrktar átakinu og renna þeir fjármunir sem safnast í átakinu ár hvert til þess þáttar sem átakið snýst um, en einnig til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna, ráðgjafar og stuðnings.

Mjólkursamsalan styrkir Krabbameinsfélagið í ár með kaupum á bleiku slaufunni fyrir allar konur sem starfa hjá MS en þær eru í dag 138 og vinna á fimm starfsstöðvum fyrirtækisins um land allt. Með þessu vill Mjólkursamsalan styðja við mikilvægt málefni en krabbamein snertir okkur öll einhvern tímann á lífsleiðinni og er fallegt að hugsa til þess að steinarnir í slaufu ársins, sem eru bæði margir og ólíkir, tákna margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins.

Verum bleik - fyrir okkur öll.

Kynntu þér málið frekar og leggðu Krabbameinsfélaginu lið.