Beint í efni
En

MS styður starfsfólk sem hleypur til góðs

Mjólkursamsalan leggur sitt af mörkum í áheitasöfnuninni fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem nú er haldið í 39. sinn. MS heitir á þá starfsmenn fyrirtækisins sem taka þátt í hlaupinu og fær hver starfsmaður sem hleypur 20.000 kr. áheit til handa góðgerðafélagi að eigin vali, óháð vegalengd sem hlaupin eða gengin er.

12 starfsmenn hafa skráð sig til leiks og MS styrkt fimm góðgerðarfélög um samtals 240.000 kr. Félögin sem starfsmenn hlaupa fyrir að þessu sinni eru Minningarsjóður Egils Hrafns, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Slysavarnafélagið Landsbjörg, HD-samtökin á Íslandi og Félag Úkraínumanna á Íslandi.

MS sendir starfsfólki sínu, sem og öllum hlaupurum, hvatningarkveðjur.