MS minnkar plast - skref fyrir skref
MS hefur á undanförnum árum tekið ýmis skref í því að minnka plastnotkun og í því skyni hefur verið ákveðið að taka plastlokin af tveimur bragðtegundum af Ísey skyri (jarðarberja og bláberja). Einnig verða plastlokin tekin af þremur bragðtegundum í KEA skyri (mangó, skógarberjum og jarðarberjum í botni).
Nú þegar eru komnar dósir af KEA skyri út á markaðinn sem eru án plastloka og Ísey skyr verða bráðlega án loka.
MS hefur áður dregið úr plastnotkun, m.a. með því að taka alla drykki úr dósum og setja yfir í pappafernur og plastminni Smjör og Smjörvadósum.