Beint í efni
En
MS bætir merkingar á mjólkurfernum til að minnka matarsóun

MS bætir merkingar á mjólkurfernum til að minnka matarsóun

Mjólkursamsalan hefur tekið mörg skref í umhverfismálum á undanförnum árum og einbeitir sér m.a. að minnkun á matarsóun. MS merkir nú mjólkurfernurnar Best fyrir – oft góð lengur til þess að hvetja til minni matarsóunar. Merkingin „Best fyrir“ merkir í raun lágmarksgeymsluþol matvæla og gefa þessar merkingar frekar til kynna gæði en öryggi matvæla. Matvörur sem eru merktar með „best fyrir“ eru oft í lagi eftir þá dagsetningu svo lengi sem lykt og bragð er í lagi og ef varan hefur verið geymd rétt.

Sambærilegar merkingar hafa gefið góða raun í nágrannalöndum okkar, m.a. í Noregi þar sem þær hafa mælst mjög vel fyrir.

MS hvetur neytendur til að draga úr matarsóun og bendir á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem mikið er af leiðbeiningum og hugmyndum fyrir neytendur: http://matarsoun.is/library/Skrar/matarsoun.is/notadu_nefid_plakat.pdf