Beint í efni
En
Mjólkursamsalan virkjar aðgerðaráætlanir vegna COVID-19

Mjólkursamsalan virkjar aðgerðaráætlanir vegna COVID-19

Kæru viðskiptavinir Mjólkursamsölunnar

Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu vegna COVID-19 vilja stjórnendur MS koma því á framfæri að gripið hefur verið til sérstakra öryggisaðgerða og fyrirbyggjandi ráðstafana á öllum sviðum starfseminnar til að tryggja framleiðslu og dreifingu mjólkurvara frá fyrirtækinu. Farið hefur verið eftir tilmælum Embætti landlæknis og Almannavara við þessa framkvæmd og er tilgangurinn að takmarka áhrif kórónaveirunnar á starfsemi fyrirtækisins, starfsmenn og viðskiptavini. Meðal þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til er að loka fyrir utanaðkomandi umferð á allar starfsstöðvar MS, deildum hefur verið skipt upp í smærri einingar og sérstök áhersla lögð á öruggar vöruafhendingar til viðskiptavina. Bílstjórar klæðast einnota hönskum, skipta um hanska fyrir hverja vöruafhendingu og spritta sig þess á milli.

Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna við heimsfaraldri er mikilvægt fyrir matvælabirgja og -framleiðendur að sjá til þess að dreifing nauðsynja nái fram að ganga og miða allar öryggisaðgerðir og ráðstafanir hjá MS að því. Viðskiptavinir þurfa ekki að óttast vöruskort á íslenskum mjólkurvörum og munu þær halda áfram að berast í verslanir í dag, á morgun og áfram.

Við munum kappkosta að halda viðskiptavinum okkar og neytendum upplýstum verði einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi og hvetjum alla til að standa saman á þessum skrýtnu tímum.

ms@ms.is

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að hafa í för með sér en meðan neyðarstig almannavarna er virkt verða þessar takmarkanir í gildi.

Starfsfólk Mjólkursamsölunnar

----

MS Iceland Dairies response to Iceland´s alert level of emergency caused by COVID-19

Dear Customer

Since Iceland´s alert level has been raised to emergency caused by COVID-19 management of MS has decided to limit all traffic of customers and guests of all MS operating unit. The purpose of this is to limit the effect of COVID-19 on our facilities according to the response plan of Department of Civil Protection. Department of Civil Protection has requested that food production and distribution companies take measures needed to maintain distribution of food and other necessities during this time.

ms@ms.is

Customers that are here to collect goods are asked to call ahead +354 450-1310 and we will deliver your goods outside on the ramp.

We apologise in advance for any inconvenience that this may cause. These measures will only be in effect during the declared time of level emergency.