Beint í efni
En

Mjólkursamsalan styrkir menntatæknifyrirtækið Mussila

Mjólkursamsalan er eitt þriggja íslenskra fyrirtækja sem styrkja menntatæknifyrirtækið Mussila til að gefa út og veita þjóðinni ókeypis aðgang að íslenska lestrar- og málörvunarforritinu Orðalykli en að styrkveitingunni standa jafnframt A4 og Hagkaup. Mussila hlaut jafnframt styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins til að gera Orðalykilinn að veruleika. Lestr­ar- og málörvun­ar­for­ritið Orðalyk­ill kenn­ir und­ir­stöðuþætti lest­urs og læsis og nýtir Mussila sér kjarna­lausn­ir ís­lensku mál­tækni­áætl­un­ar­inn­ar til að þróa forritið en höfundar þess eru tal­meina­fræðing­arn­ir Ásthild­ur Bj. Snorra­dótt­ir og Bjart­ey Sig­urðardótt­ir ásamt Mussila ehf.

Bjart­ey Sig­urðardótt­ir, tal­meina­fræðing­ur og ann­ar höf­unda Orðagulls, sagði frá mark­miðum Orðalyk­ils­ins og hug­mynda­fræðina sem efnið bygg­ir á.

Orðalyk­ill­inn er aðgengi­leg­ur á öll­um helstu snjall­tækj­um, bæði til að nota heima og í skól­um lands­ins, öll­um að kostnaðarlausu. Hann mun nýt­ast öll­um börn­um til að læra að lesa og skilja ís­lensku. Aðflutt­um Íslend­ing­um með er­lend­an upp­runa, ís­lensk­um börn­um sem búa er­lend­is og öll­um öðrum sem vilja læra okk­ar ástkæra og yl­hýra tungu­mál. Um er að ræða gagn­virka kennslu­lausn sem ýtir und­ir snemm­tæka íhlut­un, málörvun og læsi.

150 kenn­ar­ar, sér­kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur mættu í Sal­inn í Kópa­vogi síðasta dag febrúarmánaðar þegar stafræna lestrarlausnin Orðalykill var kynnt­ en til máls tóku Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur og annar höfunda Orðagulls ræðir og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Mussila. Viðtök­urn­ar hafa farið fram úr björtustu vonum Mussila og höfundum forritsins frá því að Orðalykillinn kom út fyrir viku hafa yfir 10.000 ein­stak­ling­ar náð í forritið.

Orðalykillinn er aðgengilegur öllum að kostnaðarlausu á App Store og Google Play.