
Mjólkursamsalan styrkir menntatæknifyrirtækið Mussila
Mjólkursamsalan er eitt þriggja íslenskra fyrirtækja sem styrkja menntatæknifyrirtækið Mussila til að gefa út og veita þjóðinni ókeypis aðgang að íslenska lestrar- og málörvunarforritinu Orðalykli en að styrkveitingunni standa jafnframt A4 og Hagkaup. Mussila hlaut jafnframt styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins til að gera Orðalykilinn að veruleika. Lestrar- og málörvunarforritið Orðalykill kennir undirstöðuþætti lesturs og læsis og nýtir Mussila sér kjarnalausnir íslensku máltækniáætlunarinnar til að þróa forritið en höfundar þess eru talmeinafræðingarnir Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir ásamt Mussila ehf.


Orðalykillinn er aðgengilegur á öllum helstu snjalltækjum, bæði til að nota heima og í skólum landsins, öllum að kostnaðarlausu. Hann mun nýtast öllum börnum til að læra að lesa og skilja íslensku. Aðfluttum Íslendingum með erlendan uppruna, íslenskum börnum sem búa erlendis og öllum öðrum sem vilja læra okkar ástkæra og ylhýra tungumál. Um er að ræða gagnvirka kennslulausn sem ýtir undir snemmtæka íhlutun, málörvun og læsi.

150 kennarar, sérkennarar og skólastjórnendur mættu í Salinn í Kópavogi síðasta dag febrúarmánaðar þegar stafræna lestrarlausnin Orðalykill var kynnt en til máls tóku Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur og annar höfunda Orðagulls ræðir og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Mussila. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum Mussila og höfundum forritsins frá því að Orðalykillinn kom út fyrir viku hafa yfir 10.000 einstaklingar náð í forritið.
Orðalykillinn er aðgengilegur öllum að kostnaðarlausu á App Store og Google Play.

