Beint í efni
En

Fjáröflun fyrir íþrótta- og tómstundafélög

Mjólkursamsalan styður við íþrótta- og tómstundastarf með fjölbreyttu sniði og býður m.a. upp á gjafakassa með ostum og meðlæti sem tilvalið er að nota í fjáröflunarskyni í aðdraganda hátíðanna.

Gjafakassinn inniheldur sex íslenska osta, kex og sultu og óhætt að mæla með þessari gómsætu gjöf til vinnustaða, vina og ættingja. Hafðu samband við söludeild og fáðu nánari upplýsingar í síma 450-1111 eða sendu okkur póst á netfangið ostakorfur@ms.is.