Beint í efni
En
Mjólkursamsalan gefur allan ost á Góðgerðarpizzu Domino's

Mjólkursamsalan gefur allan ost á Góðgerðarpizzu Domino's

Góðgerðarpizzan 2020 er nú komin í sölu en hún er unnin í samstarfi við meistarakokkinn Hrefnu Sætran. Það eru Domino's Pizza, Ali matvörur, Coca-Cola og Mjólkursamsalan sem hafa tekið höndum saman í þessu verkefni og rennur öll sala beint til Píeta samtakanna en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða fyrir 18 ára og eldri ásamt því að veita aðstandendum stuðning. Góðgerðarpizzan verður á matseðli Domino's dagana 7.-11. desember en á henni er pepperoni, paprika, rauðlaukur, léttþurrkaðir tómatar, gómsætt basilpestó og nóg af salatosti og rifnum osti frá MS.   Mjólkursamsalan hefur tekið þátt í þessu samstarfsverkefni frá upphafi og gefur allan ost á Góðgerðarpizzuna. Það okkar einlæga von að sem flestir gæði sér á góðri pizzu í vikunni og leggi um leið góðu málefni lið.