Beint í efni
En
Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili Landsbjargar

Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili Landsbjargar

Mjólkursamsalan skrifaði nýverið undir samning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og verður fyrirtækið einn af aðal styrktaraðilum félagsins árið 2021. Ein hlið á mjólkurfernum MS mun á næstunni skarta myndum og textum um mikilvægi björgunarsveitanna þar sem neytendur eru jafnframt hvattir til að gerast bakverðir sveitanna.

„Við erum mjög stolt af þessu samstarfi enda er starf björgunarsveitanna gríðarlega mikilvægt í íslensku samfélagi“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.

Í tilefni af undirskriftinni stilltu Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS, og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, sér upp fyrir myndatöku.