Mjólkursamsalan er með í Þjóðþrifum
Þjóðþrif er þjóðarátak með það að markmiði að plast verði aftur plast - og fækka sótsporum um leið! Fyrirtækin sem eru stofnaðilar í Þjóðþrifum eru: Mjólkursamsalan, Bláa lónið, BM Vallá, Brim, CCEP, Eimskip, Krónan, Lýsi, Marel og Össur. Þessi fyrirtæki skuldbinda sig til þess að koma því plasti sem fellur til í framleiðslu hjá þeim í endurvinnslu hjá Pure North Recycling. Pure North er eina endurvinnsla plasts á Íslandi þar sem hreinum plastúrgangi er breytt í plastpallettur. Það að nota jarðvarmann og hreina orkugjafa á Íslandi gefur Pure North forskot, bæði rekstrarlega og gagnvart umhverfinu. Pure North fékk óháðan aðila til að gera lífsferlisgreiningu á vinnsluaðferðum félagsins til samanburðar við endurvinnslu í Evrópu og Asíu. Fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti hjá Pure North sparast 0,7 tonn af kolefni.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.